26. nóvember 2008

Fyrir hverja er verðtryggingin?

Öll þekkjum við verðtrygginguna. Verðtryggð innlán tryggja sparifjáreigendur fyrir skakkaföllum vegna hækkunar á verðlagi, og verðtryggð útlán tryggja á sama hátt hagsmuni lánveitandans. Þegar verðtrygging útlána hefur verið gagnrýnd hefur einmitt oft verið bent á það að verðtryggingin tryggi á sama hátt hagsmuni sparifjáreigenda. Látið er að því liggja að það sé einhvers konar jafnvægi í þessu, verðtryggingin sé öllum til góða.
Í fyrri pistli hef ég vikið að því hvernig bankakerfið okkar virkar. Athugum nú að í eðli þeirra felst að útlán banka eru margföld á við innlánin, allt að fimmtíuföld miðað við 2% bindiskyldu. Því má vera ljóst að verðtryggingin tryggir margfalt hærri upphæðir í lánum en í sparifé nokkurn tíma.
Þess vegna er óhætt að segja að verðtrygging þjóni nær eingöngu hagsmunum bankanna. Það eru hinir öflugu fjármálastofnanir, bankarnir, sem starfa öruggar í skjóli verðtryggingar, ekki hinn almenni borgari.

Fyrir utan þá félagslegu ósanngirni sem í þessu felst má einnig vera ljóst að bankarnir hafa enga sérstaka ástæðu til að óttast verðbólgu, en það eru einmitt lánveitingar bankanna, peningaframleiðslan, sem er grunnorsök raunverulegar verðbólgu (E. inflation.)

En er einhver þörf á verðtryggingu fyrir banka? Rifjum upp hvernig útlán lítur út á efnahagsreikningi banka:
EignirSkuldir og eigið fé
Peningar:1000krInnstæða Jóa:1000kr
Skuldabréf:4000krInnstæða Péturs:4000kr
Samtals:5000krSamtals:5000kr

Nú skellur á verðbólga, 10%. Bundnar innstæður og langtímaútlán eru verðtryggð og hækka því:
EignirSkuldir og eigið fé
Peningar:1000krInnstæða Jóa:1100kr
Skuldabréf:4400krInnstæða Péturs:4000kr
Eigið fé:300kr
Samtals:5400krSamtals:5400kr


Með öðrum orðum: Bankinn hefur hagnast á verðbólgunni, sem nemur 300kr sem koma fram sem eigið fé! Enda var lánið jú búið til úr engu. Það hlýtur jú að teljast skrýtið, þegar maður leiðir hugann að því, að hækka einhverja skuld til bankans útfrá neysluvísitölu (mjólk og eggjum) þegar bankinn ætlar aldrei að kaupa neitt fyrir skuldina(allra síst mjólk og egg.) Það eru vextirnir sem bankinn ætlar að hagnast á.

Ef vel er að gáð má sjá að bankinn virðist ekki uppfylla bindiskylduna upp á 20%.  Það vantar 20kr í peningum í eignir bankans.  En það er auðvelt að fjármagna það með útgáfu skuldabréfs, sérstaklega þegar eigið fé hefur aukist.  Auk þess er oft sagt að bindiskylda eigi aðeins við um óbundin útlán, innstæður sem hægt er að vitja hvenær sem er.  Innstæðan sem hækkaði gerði það í okkar dæmi af því við skilgreindum hana sem bundna, en sé hún það, er vafasamt hvort ákvæði um bindiskyldu eigi við um hana.

Ef aðeins innlánið væri verðtryggt má auðveldlega sjá að bankinn hafi tapað 100kr og hefði nú neikvætt eigið fé upp á 100kr. En ef hvorugu hefði verið breytt hefði ekkert gerst. Efnahagsreikningurinn hefði staðið í stað.

Bankinn okkar átti ekkert eigið fé fyrir en ef svo hefði verið, hefðu þessar 300kr lagst ofan á það. Verðtrygging stuðlar því að hækkun eigin fjár í verðbólgu. Það má því kannski segja að hún verðtryggi eignir bankans.

Með öðrum orðum. Verðtrygging er leið bankans til að tryggja að eignir eigenda bankanna rýrni ekki á verðbólgutímum. Hlutabréf í bönkum eru þannig að einhverju leyti verðtryggð, en það hlýtur að teljast nýjung á hlutabréfamarkaði.

1 ummæli:

bmf team sagði...

. z H.;
Þarft þú að tryggt lán að fjárhæð 5% verðtryggðum vöxtum lán til að greiða skuldir þínar eða víxla eða í viðskiptalegum tilgangi? Ef svo er, vinsamlegast hafðu samband við okkur í dag.

Við bjóðum,
Persónuleg lán gera,
Þægilegt Aryan lán,
Stofnanir Aryan trúnaður,
Auto lánsfé,
ALLIR konar lán gera, deyja ÞÚ hugsa, missa af þessu tækifæri raflögn Aryan lán til 25 manns Söfn, Hafðu samband við okkur núna og fá kredit ......

Netfang: bodmanmortgage@gmail.com
Fyrir frekari upplýsingar um fyrirtækið vinsamlegast biðja tónlistarmenn að leita með tölvupósti ef þörf krefur.