12. júní 2006

Bljúga

Mér datt í hug, sísvona, að nefna það að í gær var sjómannadagurinn. Og sem ég gekk í dag, suður Grandagarð, mætti ég hjólandi manni á gulri skyrtu. Ég kannast lítillega við kauða, hann er hérna iðulega á flandri. En norðanskúrin var köld og blaut.

En sem sagt: Hið merkilega í þessu öllu var það að í morgun, þegar ég ætlaði að gefa gamla þýska sjónvarpið mitt minnimáttar, var Sorpumótakan lokuð. Og svo þegar ég dúkkaði þar upp eftir hádegið var ölmusugámurinn fjarverandi svo ég mátti snúa við aftur.

Það er ekki auðvelt að vera bljúgur á Íslandi.