22. nóvember 2007

Bull er þetta

Nú er verið að hæra saman misskilningi og pólítískum rétttrúnaði eina ferðina enn. Að konur geti ekki verið ráðherrar?
Líffræðilegt og málfræðilegt kyn er óskylt. Konur geta verið svannar, karlmenn geta verið bleyður, konur geta verið pípulagningamenn, karlar geta verið flugfreyjur og konur geta verið ráðherrar, tannlæknar og jólasveinar.

Hættiði nú einu sinni þessu dómadagsrausi um merkimiða og geriði eitthvað af viti!