30. mars 2008

Vefurinn íslenskaður

Jæja, ekki alveg. En Baggalútur hefur stigið afar mikilvægt skref í þá átt.

13. mars 2008

Smörrebröd


21. Öldin saurgar hefðirnar.

10. mars 2008

loðna

Nú er allt fullt af fréttum um loðnuvinnslu
En af hverju get ég ekki keypt mér hrogn í neysluumbúðum ofan á mitt brauð? Af hverju fer þetta allt til Japans?

Ég lýsi hér með eftir því að okkur sælkerum íslands verði boðið upp á þessar afurðir til neyslu hér heima.

8. mars 2008

Stýrur

Mikið fannst mér skemmtilegt að lesa frétt á ruv.is um daginn um það að embættismenn á vegum sveitarfélagsins megi héðanaf láta kyn sitt koma fram í starfsheiti. Þar ætlar bæjarstjórinn framveigis að vera bæjarstýra. Raunar tengi ég stýrur fremur við syfjulega morgna heldur en sveitarstjórnarpólítík en kannski honum komi eitthvað betra heiti í hug með tíð og tíma.

Í sama dúr væri líka skemmtilegt ef hægt væri að beita sama prinsippi víðar í samfélaginu. Hvernig væri t.d. ef greina mætti kyn nýfæddra barna á því í hvernig litum göllum þau væru höfð á fæðingardeildunum?

En hvers vegna að hætta hér? Mætti ekki fleira koma fram í starfstitlinum? T.d. uppáhaldshjómsveit og augnlitur? Ég er að hugsa um að breyta titlinum mínum fyrir næstu ljóðabók: Héreftir verð ég Kristján Valur Jónsson, skáldur-Taylor.