10. október 2005

Hvítárbrúin

Ég ók yfir hvítárbrúna í Borgarfirði í gær. Svei mér ef þetta er ekki ein fegursta brú landsins. Tvöföld steinsteypt bogabrú með stöpli í miðri á, enföld akrein, fagurlega bogadregin yfir ána. Ég verð að fara aftur bráðum og fá mér aðra salíbunu.

4. október 2005

Röxör

Nú erum við farnir að spila. Einar trommur, tveir bassar, fjórir gítarar, einn knúskassi og tambúrína. Og söngvari.
Þetta er nú ansi hávært.