15. mars 2010

Styttum naglatímann

Hér er rétt ein færslan um nagladekk.

Í vetur ákváðu yfirvöld á Reykjavíkursvæðinu að stytta tíma götulýsingar. Þetta var að sögn gert í sparnaðarskyni. Eitthvað var tuðað um aukna slysahættu af þessum völdum í framhaldinu en ekki hefur heyrst meira um það.

Hvernig væri nú, að yfirvöld tækju sig nú til og styttu tíma nagladekkja. Strax í dag. Gefin yrði út tilkynning um að notkun nagladekkja væri óheimil eftir 1. apríl nema hugsanlega með undantekningum.

Reyndar er áhugavert að skoða þessa frétt frá árinu 2007. Skv henni var aðeins formsatriði að lokatími nagla yrði 1. apríl. En árið 2009 var hann enn hinn 15. Hvað gerðist?

Reyndar er það mín skoðun, sem og annara, að nagladekk séu löngu, löngu orðin óþörf í reykjavík enda eru hér götur auðar allt árið með örfárra vikna undantekningu. Það er löngu kominn tími til að endurskoða þetta kerfi gatnaslits, rykmengunar og hljóðmengunar. Kerfi óttans.