27. apríl 2007

Verkefni fyrir Jón Baldvin

Furðuleg þjóðfélagstilraun þarna í Eystrasaltslöndunum. Ofurkapítalismi og bullandi þjóðernishyggja á húrrandi spítti. Hið síðastnefnda orsakar það að stór minnihluti Rússa, þ.e. landsmanna sem fæddir eru í Rússlandi, eru kúgaðir og njóta engra mannréttinda. Það hefur margt verið ritað um það. Þessi frétt (www.ruv.is - Eistland: Átök um minnisvarða) Sýnir einn hluta firringarinnar. Víða í löndum handan gamla járntjaldsins hefur verið stunduð mikil söguútþurrkun, eins og það að fjarlægja vitnisburði um nýliðna sögu á borð við minnismerki og styttur geri allt betra. Og þarna mótmælir 300.000 manna minnihluti því að minnismerki verði fjarlægt. Má ekki minnihluti hafa sitt minnismerki líka?

Ég held það sé kominn tími til að Jón Baldvin fari í heimsókn með útskúfunarvöndinn og hreinsi upp eftir sig