24. júlí 2009

Hlutfallslegur stöðugleiki

Árið 1984 var komið hér á kvótakerfi. Kvóta var úthlutað m.a. skv. veiðireynslu og allir héldu áfram að veiða eins og ekkert hefði í skorist, með ýmsum takmörkunum þó. En árið 1992 var svo framsal aflaheimilda gefið frjálst og í framhaldi af því misstu heilu byggðalögin sinn kvóta og fiskveiðar lögðust af.

Evrópusambandið mun hafa starfað samkvæmt margumræddri reglu um "hlutfallslegan stöðugleika." Menn líta á þetta og segja: "Sko! Það er enginn að fara að taka þorskinn okkar." En hvenær sem er getur ES, þar sem við munum ráða litlu sem engu, breytt sinni fiskveiðistefnu, bæði í litlu og stóru, og við yrðum algerlega upp á náð þeirra ákvarðana komin. Nú þegar hefur verið gefið út að heildarenduskoðun hennar standi fyrir dyrum.

Að trúa á "hlutfallslegan stöðugleika" sem einhvers konar tryggingu fyrir framtíðina er jafn kjánalegt og að trúa á gott veður, hækkandi úrvalsvísitölu, eða óbreytanleika íslenska kvótakerfisins.

Engin ummæli: