15. september 2010

Nánar um Expó

Þetta er nú meira moldviðrið út af einu bloggi sem maður setur upp.

Ég ætlaði þessa bloggfærslu vinum og vandamönnum sem hluta af ferðasögu okkar
hér í Sjanghæ og það var ekki ætlunin að valda neinum leiðindum.

Óprúttnir náungar hjá Pressunni tóku textann og gerðu að eigin frétt. Ég nenni ekki að elta ólar við þá.

Það hefur samt eitt og annað verið sagt, svo ég vil árétta eftirfarandi:
- Íslendingar í Íslendingafélaginu voru sérstaklega hvattir til að koma á Expó á Íslendingadaginn.
- Aldrei var talað um að skálinn yrði lokaður, aðeins að haldið yrði lokað samkvæmi klukkan 18 (staðsetning ekki nefnd) þar sem ekki væri unnt að bjóða okkur.
- Enginn var að sækjast eftir því að hitta forsetann. Við vorum einungis hlessa á því að á þjóðardegi íslands, degi sem við höfðum verið sérstaklega boðin velkomin á, væri Íslenski skálinn okkur og öllum öðrum venjulegum mönnum, lokaður.

Þetta er allt og sumt, og í raun kjarni málsins. Og eftir stendur að í fréttatilkynningu segir "athygli almennings, sýningarhaldara og kínverskra fjölmiðla [var] því sérstaklega á íslenska skálanum" en sá skáli var einmitt lokaður, a.m.k. "almenningi."

Stuðkveðjur frá Sjanghæ.

1 ummæli:

Dalla sagði...

Þetta er nú meira stuðið!

Stuðkveðja frá Reykjavík