21. október 2008

Græða allir í ESB?

Í morgun heyrði ég talað við mann í útvarpinu sem hélt því fram að að jafnaði myndu vaxtagreiðslur á húsnæðislánum lækka um 700.000kr á fjölskyldu á ári ef við værum í ESB. Hann nefndi annars engar forsendur aðrar en að það væri vegna brottfalls verðtryggingarinnar. Hann er því í raun að tala um verðbætur. Skoðum þetta aðeins nánar:

1) Ástæða verðtrygginarinnar er verðbólga. Önnur leið til að lækka greiðslurnar um 700.000 væri sem sagt að koma verðbólgunni í núll. Lánastofnanir hafa margoft sagt að ef verðtrygging væri lögð af myndu þau neyðast til að hækka vaxtastig lánanna til að tryggja sig fyrir affföllum vegna verðbólgu. Vaxtagreiðslur eða verðbætur af húsnæðislánum eru semsagt hærri í háu verðbólguumhverfi, hvort sem er verðtrygging eða ekki.

2) Því er ljóst að röksemd mannsins er aðallega sú að með inngöngu í ESB færum við inn í umhverfi þar sem verðbólga er lág. Þessvegna myndu vextir eða verðbætur lækka.

En hvaðan kemur verbólgan? Í einfölduðu máli má segja að hún komi til vegna offramborðs á peningum vegna þenslu, þ.e. mikilla lána, vegna mikillar starfsemi í landinu.
Ef verðbólgan lækkar við inngöngu í ESB þá gerist það annað hvort vegna þess að þenslu slotar og athafnastig dregst saman, eða vegna þess að nettópeningaflæði verður til okkar til að greiða niður verðbólguna úr sjóðum ESB.

Þessu má líkja við bíldekk sem lekur. Með því að ganga í ESB þá tengjum við slöngu í annað miklu stærra bíldekk, sem þannig minnkar bætir upp lekann í litla dekkinu að einhverju marki.

En haldið þið að eigendur stóra bíldekksins ætli bara að láta loftið puðrast yfir í litla dekkið endalaust? Nei, þeir krefjast þess að gert sé við lekann. Og svo vilja þeir fá loftið sitt til baka.

Þannig er þetta nefnilega í pottinn búið. Maður verður ekki betri söngvari með því að fara í ný föt. Það fæst ekki neitt fyrir ekki neitt, ekki heldur í ESB. Við getum alveg gert við okkar sprungna dekk sjálf án þess að vera skikkuð til þess af einhverjum stóra frænda sem svo vill fá sitt aftur.

Menn eins og þessi eru lýðskrumarar sem eru í raun að segja fólki að við getum orðið þurfalingar hjá ESB sem muni pumpa hér inn peningum og gera allt gott. En í fyrsta lagi mun það ekki gerast, og í öðru lagi vill stolt og auðug þjóð eins og Ísland ekki vera á hreppnum hjá einum eða neinum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Loosen [url=http://www.INVOICEFORFREE.COM]invocing solution[/url] software, inventory software and billing software to conceive competent invoices in bat of an eye while tracking your customers.