2. september 2008

Ósvífnir sölumenn

Í gær hringdi síminn hjá mér á matmálstíma.
Í tækinu var sölumaður frá Tali sem vildi bjóða mér einhverja þjónustu. Ég tjáði honum að ég kærði mig ekki um slíkar truflanir, enda væri ég með rauðan kross í símaskránni.
Hann gaf mér þá þá skýringu að þeir hringdu ekki eftir símaskrá, heldur eftir þjóðskrá!

Skárri er það nú útúrsnúningurinn, enda verða þeir að fletta upp í símaskrá þeim nöfnum sem þeir finna í þjóðskránni. En sjálfsagt er það svona sem þeir telja sér trú um að óskir fólks um frið fyrir sölumönnum eigi ekki við þá.

Í Þýskalandi var hægt að hringja umsvifalaust í kvörtunarnúmer ef svona hringing átti sér stað og sjá til þess að viðkomandi markaðsbulla yrði sektuð, enda ber þeim skylda að fara eftir samskonar skráningu í þýsku símaskránni. Slíkt vantar hér. Nóg er af auglýsingum fyrir.

Engin ummæli: