26. desember 2007

Þrjár jólasögur

Örkumla beykir sem gaf ungri ekkju síðasta tunnustafinn sinn svo hún gæti soðið graut oní barnið sitt á annan í jólum.

Ráðsettur mjólkurbílsstjóri reif sig upp frá Arnaldi til þess að ryðjast í ófærðinni uppá Möðrudal til að sækja vængbrotinn kanarífugl.

Smámæltur en laghentur háseti lagaði í leyni segulskekkjuna í áttavitanum í brúnni sem stýrimaðurinn hafði býsnast svo lengi yfir.

Engin ummæli: