Ég las í einhverjum fréttapésa í morgun að sett hefði verið upp ný hurð úr gleri og stáli á Hótel Borg.  Svo einhverjir túristar ættu auðveldara með að koma inn töskunum sínum.  Eru þessir menn orðnir alveg klikk?  Ein fegursta hurð á landi, einstök sérsmíðu hverfihurð úr harðviði, bara rifin burtu og sett eitthverg glerdrasl í staðinn?  Ésúsminn, hefði ekki verið hægt að hafa litla farangurshurð við hliðina?
Nú er tími til kominn að segja stopp við gler-og-stálvæðingu landsins.  Ég minni á orð Pálma Gunnarssonar: "Inni í búri úr gleri og stáli..."
27. júlí 2007
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)
