Því er sífellt haldið fram að krónan sé ónýt vegna mikilla gengissveifla og lausnin sé að taka upp annan gjaldmiðil sem sé stöðugur.
Nýlegur vandi Grikklands og annara Evrulanda er dæmi um hvað gerist þegar efnahagsóstjórn, sem áður var heft innan eigin gjaldmiðiðs, er leyft að halda áfram án hinna nauðsynlegu hömulanárhrifa sem eigin gjaldmiðill veitir.
Það er ekki að ástæðulausu sem íslenska krónan sveiflast. Það hefur með íslenska efnahagskerfið að gera. Þar eru kraftar að verki sem fellt hafa gengi krónunnar gegnum árin. Þegar krónan er fjarlægð og tekinn upp annar gjaldmiðill með níðþunga erlenda kjölfestu, þá hverfa ekkert þessir efnahagskraftar, heldur fara þeir á fleygiferð. Krónan, og gengi hennar verka nefnilega sem stýrimerki inn í efnahagskerfið og valda ýmsum áhrifum (svo sem minnkandi kaupmætti) sem aftur halda aftur af efnahagskerfinu. Án þessarar bremsu leikur óstjórnin lausum hala. Undan ójafnvæginu flæðir fjármagn til og frá. Lán eru tekin. Peningum eytt. Og allt þetta gerist án þess að nokkrar viðvörunarbjöllur klingi, þar til allt í einu að allt er komið í reiginstopp. Og þá er búið.
Ástandið á Grikklandi og víðar sýnir svo ekki sé um villst að það að breyta um gjaldmiðil lagar ekkert ástandið heldur breytir því á annað form. Allt bull um nauðsyn þess að taka upp Evru því að krónan sé ónýt er rökvilla. Það samsvarar því að vilja stærri bíl, því ökumaðurinn sé svo lélegur. Í stærri bíl finnur maður síður fyrir árekstrunum en honum halda engin vegrið og hann mun að endingu hverfa fyrir björg.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli