10. febrúar 2009

Prófessor emeríta

Í hinum misáhugaverða þætti "Okkar á milli" í morgun heyrði ég í konu sem vildi láta kalla sig "prófessor emeríta" því það væri nauðsynlegt að beygja latínuna rétt.
Nú er ég ekki með latínupróf en veit þó að lýsingarorð í latínu beygjast með frumlaginu.  Þetta er því álíka rétt og að segja að hún væri "góð bílstjóri".

Það vill vefjast fyrir fólki að aðgreina líffræðilegt kyn frá málfræðilegu.  Fyrir nokkrum árum tapaði læknir nokkur í Þýskalandi máli sem hann höfðaði til að fá að nota titilinn "doktora".  Því var hafnað á þeim forsendum að "doktora" væri bull, latneska orðið "doktor" væri í karlkyni og ekkert við því að gera.

Í gær heyrði ég líka nærtækara dæmi úr íslenska nútímanum.  Þingmaður nokkur sagði eitthvað á þessa leið:  "Vil ég því spyrja hæstvirtan forsætisráðherra hvort hún hafi fengið slíkt bréf."  Maður fær aumingjahroll af að heyra svonalagað frá alþingi.

13. feb:  Sá í Mogganum að Ögmundur gerir sömu delluna:  "Forsætisráðherrann ætti að þekkja...  Hún ætti líka að vita..."  Þetta er ekki flókið.