2. desember 2005

Grandakaffi

Í gær fórum við úr vinnunni um fimmleytið og settumst inn á grandakaffi. Það er stórkostlegur staður. Afar heiðarlegur. Þar má fá ýmsan bita, sérstaklega á matmálstímum, og einnig fjölda mismunandi bjóra. Afgreiðslan er alúðleg og blátt áfram. Svo er þar líka heljarstórt spilavíti þar sem má spila rassinn úr buxunum. Að setjast þar niður er eins og að vera kominn niður í lúkar á eikarbáti á netum. Brim og sviti.

10. október 2005

Hvítárbrúin

Ég ók yfir hvítárbrúna í Borgarfirði í gær. Svei mér ef þetta er ekki ein fegursta brú landsins. Tvöföld steinsteypt bogabrú með stöpli í miðri á, enföld akrein, fagurlega bogadregin yfir ána. Ég verð að fara aftur bráðum og fá mér aðra salíbunu.

4. október 2005

Röxör

Nú erum við farnir að spila. Einar trommur, tveir bassar, fjórir gítarar, einn knúskassi og tambúrína. Og söngvari.
Þetta er nú ansi hávært.

22. september 2005

töpu

Í gær náðum við 70 þúsund áskrifenda markinu. Það er fjári fínt. Enda fögnuðum við þvi. Ég fór ásamt nokkrum valinkunnum mönnum á tapnabarinn við vesturgötu og keypti mér töpu. Þau voru ári fín.

17. febrúar 2005

Varfærnisleg nálgun

Ætli það sé tilviljun að fræin spíra uppímót en ekki niður?
Mér datt þetta sísvona í hug. Við erum jú öll tilviljunum undirorpin.