Voðalega virðist erfitt bæði að fara eftir reglum, svo og að framfylgja þeim.
Nú voru endimörk nagladekkjatímans 15. apríl. En þá ber svo við að menn fá tvær vikur þar á eftir til að skipta og svo er kannski farið að sekta viku síðar! Þetta á að vera miklu skýrara. Menn eiga að hafa tvær vikur fyrir 15. til að rífa undan og eiga von á sektum daginn eftir.
Sama er með hámarkshraða. Það gleymist oft að hámarkshraði er einmitt hámarkshraði og það aðeins við bestu aðstæður. Hann er ekki viðmiðunarhraði. Þar sem gildir 60 km hámarkshraði á klukkustund eiga ekki allir að keyra á 60-70. Þeir eiga að keyra á 50-60. Þeir sem fara yfir hámarkið eru sprungnir og það á að hanka þá.
Það er engum vorkunn að þurfa að fara eftir þessum sáraeinföldu reglum.
10. maí 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli