9. maí 2007

Samfélag óttans

Ja hérna. Í Mogganum mátti sjá frétt um að Urriðaholt verði fyrsta vaktaða hverfi landsing. Örryggiskerfi í hverju húsi. Hægt að loka hverfinu, telja umferð inn og út. Myndavélar.
Og þetta er það sem koma skal!

Tortryggni elur af sér vantraust. Ótti elur af sér ógn. Og þeir sem lifa í ótta lifa skemur og verr. Óttinn er tilbúinn, hannaður af hagsmunaðilum. Sífellt er verið að hræða fólk. Með alls konar hættum. Ef þú gerir ekki þetta, deyrðu. Mundirðu eftir að læsa bílnum? Húsinu? Seta kerfið á? Geturðu sofið öruggur í fríinu?
Og auðvitað er ekki hægt að mótmæla því þetta eru allt saman skynsamlegar ábendingar. Á yfirborðinu. Því það gleymist að sú streita sem felst í sífelldum áhyggjum skerðir lífsgæðin verulega.

Fer ekki að verða nóg komið af hræðsluvæðingunni í samfélaginu?

Engin ummæli: