Jæja, loksins tekur lögreglan upp á því að nota hraðamyndavélar við eftirlit. Þetta er alþekkt erlendis: Upp er sett myndavél sem tekur myndir af þeim sem aka of hratt og sendir þeim sektir. Slíkar myndavélar eru gjarnan settar upp tímabundið á nýja og nýja staði, jafnt umferðargötur sem íbúðargötur. Þannig má ökumaður eiga von á því að vera hankaður hvar sem er ef hann keyrir of hratt.
Einnig hef ég séð erlendis rassíur, þar sem einn mælir, og svo eru nokkrir sem bíða nokkru aftan við hann og draga útúr umferðinni þá sem of hratt fóru.
Hingað til hefur íslenska lögreglan hins vegar aðallega stundað kabbojaleik þar sem einn bíll bíður í vari og eltist svo við einn glæpamann í einu með blikkljósum og hasar.
Bæði er þetta ekki mjög skilvirkt, eins er tilhneiging til að einskorða eftirlitið við þá staði sem hraðinn er mestur, en láta t.d. íbúðahverfi algerlega útundan.
Lykillinn að góðu eftirliti, jafnt umferðareftirliti sem öðru, er að fylgjast með öllum skalanum. Fylgjast með og sekta jafnt fyrir lítil brot sem stór. Því ef aðeins eru teknir stóru karlarnir, þá grassera litlu púkarnir.
11. maí 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli