"Oft myndast óþarfa tafir á umferð um brautir sem eru með tveimur eða fleiri akreinum vegna þess að ökumenn hanga á vinstri akrein án nokkurrar ástæðu. Vinstri akreinina á að nota til þess að taka fram úr hægfara umferð sem heldur sig á hægri akrein. "Ég nefndi það í pistlinum að í Þýskalandi a.m.k. eiga slíkar reglur aðeins við utan þéttbýlis og á hraðbrautum (Autobahn/Kraftfahrstrassen). Nú tók ég mig til og kíkti á umferðarlög í nágrannalöndum okkar.
Í norsku umferðarlögunum segir:
1. Så langt forholdene tillater det skal kjøretøy føres på høyre side av vegen. På kjørebane med to eller flere kjørefelt i kjøreretningen skal høyre felt nyttes når ikke trafikkreglene påbyr eller tillater bruk av felt til venstre."Þetta þýðir að "á vegum með tvær eða fleiri akreinar í sömu akstursstefnu skal hægri akrein notuð ef umferðarreglur hvorki bjóða eða leyfa umferð um þá vinstri."
Það er allt og sumt.
Í dönsku umferðarreglunum segir:
§ 15. Kørende skal under hensyntagen til anden færdsel og forholdene i øvrigt holde så langt til højre som muligt. Stk 2.Har kørebanen tre vognbaner, må et køretøj ikke benytte den vognbane, som er beliggende yderst til venstre i færdselsretningen, medmindre færdslen på kørebanen er ensrettet.Í lauslegri þýðingu: "Halda skal sig til hægri á veginum. Séu þrjár akreinar má ekki nota þá sem er lengst til vinstri nema um einstefnu sé að ræða." Þetta á við vegi þar sem ekki eru sérstakar reinar fyrir hvora akstursstefnu.
Í kaflanum um akstur á hraðbrautum er ekkert minnst á val á akreinum.
Í sænsku umferðarreglunum segir:
7 § Vid färd på väg skall fordon föras i det körfält som är längst till höger i färdriktningen och som är avsett för fordonet. ...Hér er beinlínis tekið fram að þar sem hámarkhraði er minni en 70 km/klst, megi ökumenn velja þá rein sem er heppilegust, séu fleiri en ein akrein afmörkuð fyrir akstur í hvora átt.
Om körbanan är indelad i körfält som anvisats för olika vägvisningsmål genom körfältsvägvisare, får fordon föras i det körfält som är lämpligast med hänsyn till den fortsatta färden.
På en väg där den högsta tillåtna hastigheten är 70 kilometer i timmen eller lägre och körbanan har minst två körfält för trafik i samma riktning som anges med vägmarkering, får förare använda det körfält som är lämpligast med hänsyn till den fortsatta färden.
Hvergi er minnst einu orði á það að vinstri akreinar eigi að vera fríar til þess að hröð umferð geti komist framhjá hægfara umferð. Þessi áhersla Íslendinga á að innleiða þýskar hraðbrautarreglur fyrir umferðina á Hringbrautinni virðist því vera enn eitt dæmi um íslenska sérvisku. Ég endurtek hér þá skoðun mína að þetta geri ekkert til að létta á umferðinni. Þvert á móti dregur þetta úr jafnri nýtingu akreina og eykur streitu ökumanna sem sífellt finna sig knúna til að skipta um akreinar að óþörfu til að víkja fyrir hugsanlega óþolinmóðum ökumönnum.
Við eigum ekki að halda á lofti kjánalegum reglum sem beinlínis stuðla að hraðakstri eingöngu fyrir okkar eigin forheimsku.