13. október 2008

Patentlausn fyrir Ísland

Nú sjá pólítíkusar ekkert annað í stöunni en að tvíselja sjálfstæði Íslands.
Fyrst til IMF og svo til ESB.

Ég er með betri lausn:

1) Hringjum til Noregs. Biðjum þá að lána okkur péning úr sínum digru sjóðum fyrir gamla frændsemi. Viðurkennum einfaldlega að hafa spilað rassinn úr buxunum og biðjum gömlu frænku um smálán. Þetta hefur af einhverjum ástæðum gleymst.

2) Leggjum niður kvótakerfið. Kvótasalan kom þessu nú öllu af stað. Það hefur lengi verið vitlaust gefið í þessu landi og kominn tími til að stokka og gefa uppá nýtt.

3) Leggjum niður Hafrannsóknarstofnun í núverandi mynd. Stóra tilraunin með "uppbyggingu þorksstofnsins" hefur fengið að ganga allt of lengi. Hvergi í heiminum hefur nokkurn tíma tekist að "byggja upp stofn" með friðun. Hvergi. Hér eru menn búnir að reyna það í 30 ár án árangurs en eru of forhertir til að viðurkenna að það virkar ekki.

4) Byggjum aftur upp þá sjálfbæru atvinnugrein sem fiskveiðar eru, með nýrri hugsun sem byggist ekki á gömlum kreddum úr hagfræði og líffræði.

5) Setjum upp auðlindasjóð, eins og Norðmenn, sem tekur til sín kúfinn af þenslu við nýtingu auðlinda til að eiga til mögru áranna. Auðurinn úr lindunum má ekki bara frussast til Ítalíu. Auður er nokkuð sem menn eiga í kistli undir rúmi, og börnin manns bítast um að manni dauðum.

Það er fullt hægt að gera.
Við þurfum ekki nýja mynt. Bjöggi sagði þetta ágætlega: "Nýr jakki? Sama röddin."

Engin ummæli: