Jæja! Nú er klámið að koma til íslands! Sjálfsagt munu margir klámunnendur þyrpast austur á firði til að taka á móti því þegar það gengur á land.
En meðal annara er uppi fótur og fit. Alls kyns hópar finna sig knúna til að þrýsta á stjórnvöld til að leita leiða til að banna þessu fólki að hittast hér. Hótel Saga á að vísa þeim á dyr. Því klám er jú bannað hér á landi. En bíðum við. Fyrir örfáum árum hélt hópur stíðsæsingamanna ráðstefnu á sama hóteli. Heilt hernaðarbandalag fundaði þar um bestu leiðirnar til að drepa fólk. Ég man ekki eftir því að hið svokallaða Femínistafélag segði múkk við því. Hvort ætli sé nú verra að fá í heimsókn, klámhunda eða morðhunda?
Rétt eins og það braut leikreglur lýðræðisins að Davíð hringdi til Keflavíkur og léti snúa Falún Gong við á vellinum, er ekki hægt að banna hópi fólks að hittast hér bara af því að okkur líkar ekki við við það sem það gerir í vinnunni.
Og ekkert hefur heyrst frá ferðaiðnaðinum. Sjálfsagt þegir hann af ótta við að verða útmálaður klámvænn, en maður gæti nú ímyndað sér að þar óttist menn það ef heilu hóparnir megi nú eiga það á hættu að verða snúið við frá íslandi af því að kellingum vestur í bæ finnst þeir ljótir. Hverjir meiga koma og hverjir ekki? Klámhundar? Svínabændur? Samtök karlstjórnmálamanna í Afríku? Ferðaþjónusta snýst um traust. Góður þjónn afgreiðir með brosi á vör jafnt kurteisa femínistann sem klúra fulla hreppstjórann. Þannig er það bara.
19. febrúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli